- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
23

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Dægradvöl.

Áður en, sumar, að þú ferð
Útí lang-gleymskuna,

Uppúr þögn eg þakka verð
Þér, fyrir samveruna.

í brjóst þitt er að koma kul,
Og klaka og skugga niinnin,
Og byrja að verða grana-gul
Þín græna skógar-kinnin.

Og ofsinn liefir oft og títt
Um ylli-við þinn rokið,

Og mjúka lausa-hárið livítt
Af hnappa-kollum strokið.

En fyrst þú lítur ennþá inn
Og ert mér sólskins-hæli:

Um háls þér legg eg hugann minn
1 hlýju eftirmæli.

Þó ei sé pyngjan punda-full
Né purpurinn á fötum,

Eg lief’ týnt mér álfa-gull,

Til auðs, á þínum götum.

Því blómstur-grund og geisla-sjó
Mér gafst, unz rík við erum,

Og af fuglum fullan skóg
Og fótahvötum hérum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0029.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free