- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
37

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Við Björnson á grafar-bakkanum.

Hann kvað sína litlu og lágt settu þjóð
Sem lifandi von út um heiminn.

Og stórveldin firtust við funandi glóð:

Að fámennið strjált átti ráð á þeim óð,

Að hann skyldi yrkja slík áhrifa-ljóð,

En í þeirra hlustir ei smíða sín hljóð
Að hjáleigu-sonurinn seinláti var ekki feiminn.

Og hamingju-vonirnar hann tók að sér,

Þær heimlendu, ungar og fornar.

Upp komandi tímana bar þær, og ber
Með bjargvættum fáum, en ótryggum liej*.
í bratt-gönguliðinu fremstur hann fer,

Unz fótvissa dirfskan hans þjóðvígi er —

Menn undrast, hve fagurt um fjöllin hans dagur-

inn morgnar.

Við óðsnild hans glæddist hver úrkula þrá,

Alt aldrað varð nýtt í hans kvæðum.

Og sloknaðar ástir þeim hitnuðu lijá,

Og haturs-mál göfug, sem lögst voru í dá,

Og góðvænið dýrst, sem ið æskaða á,

Sem eldgígar blossuðu strengjum lians frá
Nú fer hann sem vormagn í verðandi tíðinda

æðum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0043.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free