- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
42

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Af mér, get eg skilnaðinu hlakkandi hrist,

Og hollvin minn kvatt — Ef mér sýnist,

Að hans sé alt óhult, sem mests gat við mist,
Og manngöfgi er hættast, ef týnist.

Því aldrei eg síðustu kveðjunni kveið —

Né kröggum við fundina hina.

Hver óra-lengd virðist mér örskota-leið:

Ef áttin er hús minna vina!

Mér ógnar það sjaldan, hvað sundið er breitt
Um samtíð, og brigðult að vinnast.

Finst hindrun og aldur sé alls ekki neitt
Á ætlunar-götunni: að finnast.

En býst við, ef hnuggur í huga minn sezt,

Um heitfestu þessara vona:

Að það verði efalaust eg, sem að bregzt!

Ef efndirnar færu ekki svona.

En, þú fyrst að.varðst til þess, vinurinn minn!
Eg vitja þín — yzt þinna bræðra,!

Og ber þig á kórgólf í kvæðið mitt inn.

Og kirkjan er, tunga okkar mæðra.

II.

Hér lagðist að snemma, sú tálmunar tíð
Á tápleysið — þá varstu ungur —:

Sem hégiljum drepur í hlustir á lýð,

Og hefta vill spálmanna tungur,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0048.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free