- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
43

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Við sveitungar munum, hve æskan var örv
Til andmáls, af hálfunni þinni.

Hve kapp þitt var prúðmannlegt, drengslund þín

djörf,

Og dygð þína í hlutanum minni.

Þú tókst aldrei boðum, sem beygðu þinn háls,
Svo brautina lilytirðu þjála.

Þinn æskustíg brauztu til frægðar, «11 frjáls,

Með fartálmun óvænna mála.

Ef freistuðu, að skreyta sinn fróðleik á þér,

In flug-lærðu háskóla-gildin:

Þau fundu, hve ofvaxin einatt varð sér,

Þín orðhvata, meðfædda snildin.

Á umþokun lagðirðu ei óvildar bönd,

*— Þó æsktir hún færi sér greiðar’ —

En réttir því framsækna fúslega hönd,

Sem fetaði spöl þinnar leiðar.

Þitt óvænta fráfallið hverfði manns liug,

Sem hrun hefði bygð þína slegið.

Ið góðjarna harmar þinn hollvilja og dug,

Alt hrekkvíst er skarðinu fegið.

Og þannig er greftrun þín, sigurfÖr sú,

Sem sæmdi vel ágæti þínu —

Og græskan, sem lastmælti, lýtur þér nú
Á líkbörum — sneypt yfir sínu,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0049.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free