- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
45

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þó verði 11111 legstað þinn lokin vor spor,
()g ljóðgígju-strengirnir hljóðir:

Samt standa þær ástin og virðingin vor,
Seni verðir um leiðið þitt, bróðir!

1910

Tolstoj.

Hann bauð öllum meingerðum mannanna inn
Að mæla sín illhrif við góðviljann sinn.

Hann til sín þau alvöru og erfiði réði,

En utan-dyranna setti hann gleði.

Hann skildi hve heiminum hefndar-gjöf er
öll hugvitsins framkvæmd, og útvegur hver,
Svo elskaði ’ann bróðernið, uppi sem stendur
Með óyrkta veröld og mislagðar hendur.

Á friðarins götu hann breiddi hvert blað
Af bóklista-ment sinni, vígði ’onum það
Á guðsríki þokaði þröskuld í hliðið,

Svo þekking og mannvit ei inn gætu riðið*).

Og hvern sem bar hönd fyrir höfuð sér, þann
Sem hroðaverks aðila, lýsti ’ann í bann.

*) Tolstoj neitaCi, at5 vísindi og þekkjng gertJu mann
kynið farsælla. — Höf.

Stephan G. Stephansson: Andvökur 4

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0051.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free