- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
53

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Undir íslenzkum fána.

— Sá var lagíSur niCur sítSar. —

Fleyttu þér, fáninn vor góði,

Og faðmaðu storminn og lýstu yfir okkur.
Þjóðblettur þerður af blóði
í þig, verði ei nokkur.

Minn oss með ljóði, sem lýðir ei gleyma,

Er litirnir titra í heiðsvalann raktir:

Að lijarta og heima,

Sé livar sem þú blaktir.

Veifaðu hugþrám, sem hrærast
í húsunum niðri, frá gnæfandi stöfnum.
Hækka, er hróðmegir stærast,

Og hneigðu þeim gröfnum.

Mjallhvítur bjarma, þar brimdýpi streyma,

Og blána við hnjúka, sem snæ eru þaktir,

Unz hjarta og heima
Er, hvar sem þú blaktir.

Ypstu á ólgandi sænum

Sem orðsending hvatleg frá bróður til bróður.
Skautið þitt beini að bænum
Sem bending frá móður.

Svo skaltu, fáninn vor, fremd vora geyma.

Við fylgjum þér sigrandi, megnandi og hraktir.
Vort hjarta og heima
Er, hvar sem þú blaktir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0059.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free