- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
64

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Svo stundum finst oss hér, að hjá sé sett
Vor happlaus öld, og jörðin tekin vera,

Og hvergi að nema nýjan, auðan blett,

Svo nú sé framar ekkert stórt að gera.

En næg er auðn fyrir æðri landnáms-menn.
Þá alt er bygt og hvergi land að finna,

Þá verður eftir lengsta leitín enn:

Úr lífi og jörðu farsældina vinna!

Þó Fjörgyn verði merkt og mæld sem blað,
Frá marmara-grunn’ að efstu jökul-brúnum,
Er frægðin stækkuð, við að þýða það,

Sem þar er skráð, í allra hluta rúnum.

Svo minnumst ei á biturt strit og stríð
Né stutta æfi, löngu týndar grafir,

Og alt það fjör, sem fórst í miðri hlíö,

Né förlað þol og beztu vona tafir.

Því hvern skal segja sælli en landnáms-mann?
Með sigur-hug í ljóði og handar-taki,

Með nýja og víða veröld framundan,

Og vegleg óðul feðra sinna að baki.

1912

Huldufólkið.

— Kafli úr minni Vestur-íslendinga, 2. ágúst 1912. —

I.

Óboðin og aðvífandi,

Jsland, til þín ferð við gerum!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0070.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free