- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
65

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Áður samt við setjumst niður,
Segjum til þess, liver við erum:

Við erum börn, sem földust frá þér
Fyrir björg, við hafið breiða,

Sem við framtal fyrir drotni
Fékstu ei tóm, að þvo og greiða.

— Sökum okkar útileitu,
Annarlega keims við hljóminn:
Kannske þú ei kennir svipinn,
Kannist ekki glögt við róminn.

Þó svo fari, það mun hverfa.

Þú munt bráðum aðeins heyra
Þektar raddir þinna barna —

Þykt er sjaldan móður-eyra.

Víttu ei, móðir, bognu beinin
Barnanna þinna göngu-höltu,

Því við ætlum enn að verða
Æsku-spræk í þinni kjöltu!

II.

Þarna sérðu sveina og meyjar,

Sem þig hafa ei áður fundið.

Það eru barna-börn þín, móðir,
Borin fyrir vestan sundið.

Stygstu ei við óra þeirra —

Eða það í skap þér renni:

Játi þau ei jafnvægt djásni,
Jökul-lilaö um gárað enni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0071.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free