- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
73

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Kveðið til Eggerts Jóhannssonar,

fyrrum ritstjóra „Heimskringlu”.

I.

Til þess er stefnt, er fólk sig um þig flokkar
A fögru kveldi svona, Eggert minn!

Að lesa upp með þér æfintýrin okkar,

Sem enginn skráði, en læstust fastast inn
Þú vita skalt, að Vestur-íslendingur
Varð var við fleira, en strokkhljóð búri frá,
Að ennþá honum Huld í bergi syngur —

Þó hafi stundum lítið borið á.

II.

Úr óska-steinum eyði-fjöllin hrjúfu
Var okkur sagt, að drottinn steypti hér,

Og dalakútum dreifði á hverja þúfu,

Að dekstra mann að “róta fyrir sér”.

En námi því þú sazt af þér að sinna,

Þú sagðir: “Stærra en marka gull á skjöld,
Við íslendingar eigum hér að vinna:

Þau æfintýr, sem gylla fræga öld.”

í þrjózkri deilu, um drottinvald ins eldra,

Þú dugðir okkar fyrstu blaða-raun,

Er alt, sem þóttist uppgangs-meira og heldra,
Skreið undir borðum, kleip og gróf á laun —
Það hvílir svo á samvizkunum flestra:

Ef satt sé greint, þá liggi efst á baug,

Þú liafir fleytt því fyrsta og skásta, vestra,
Sem forðað gat, við yrðum helzt að draug.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0079.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free