- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
74

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hver íslenzk list fór huldu höfði og hrakin,

Sem hélt ei markað, né var kirkju-tæk —

Þó laun þín yrðu, uppsögnin og klakinn,

Varð aldrei síðan snildin blaða-ræk.

Eg veit, það stundum hæpilega horföi,

Að hvarfsins þíns við guldum fyr og nú —

Ef skerða virðing einhver bar frá borði
Með bognum sigri, aldrei var það þú!

Þér tekst, að alténd sumt það sitji í skugga,

Til sigurs upp er starf þitt hefir flutt.

Þú hengdir ekki í allra búða glugga
Hvert ómak þitt, né hvar þú hefir stutt.

Því sá kann einn með ábötun að selja:

— Og yfir taxta vogar-lóðs og máls —

Sem eignast sjóð, sem enginn fær að telja,

Af ómyntuðum greiða-verkum sjálfs.

III.

Þér óskar heilla æskan fagurlokkuð,

Og elli-reynslan, vösk en kalin-hærð,

Þær kannast við, þú varst þeim báðum nokkuð,
Alt vinhollara, en þökkin sem þú færð —

En trú því samt, að ljóðin okkar langa
Að láta að þeim, sem unnu oss fyrir gýg,

Og vita engan þann til grafar ganga
Með gæfu sinnar leynt og óbætt víg.

Þú væntir þér, í haustsins skugga hljóðu,

Að liverfa inn, svo lítið beri á’.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0080.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free