- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
77

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Til Brynjólfssonar-hjonanna í Victoria, B. C.

— Dóttir þeirra var þá nýlátin. —

Eg lief’ staðið hjartasorg við hlið
Hljóðri og einni, nýgert leiði við,

Klökk var þögn í djúpi muna míns.

Hversu feginn fanst mér þá eg vilja:

Föður harminn ekki þurfa að skilja.

Yfir leiði óskabarnsins síns.

— Eg á greind, sem grunar hvað hann er —
Góða barnið hans! er hvílir liér,

Þú, sem færðir foreldrunum yl

Með að láta — eitt sem öllu er mætast —

Á þér þeirra hæstu vonir rætast,

Meðan æska og æfi vanst þér til.

Hve þeim líka varð nú, alt sem er
Örðugt, við að hljóta að sjá af þér!

Leysa þrekraun þó, er á ei sézt:

Geta heima, í hljóðum ranni sínum,

- Húsfyllir af minningunum þínum —
Tekið hlýtt og hýrt mót hverjum gest.’

Ungmey, sem í höfga hverfleiksins
Hnést, á mótum æsku og fullorðins,

Minnin um þig legg eg ekki í ljóð,

— Því þau öll til foreldranna flýja
Frá mér — þessum aðvífanda nýja
Eins og börn, við ókunnuga hljóð.

1913

Stephan G. Stephansson: Andvökur

6

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0083.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free