- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
84

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og þú stóðst ungur upp úr frjálsum her,

Af æskulýð frá “klakahöggi og plógi”.

Sem lægri runnum risin dögun er,

Þá roðar sólin liæsta tréð í skógi.

En fólki virtist flokkur sá ei dæll,

Sem fyrirleit að skreiðast undir þokum,

Og skeytti minna, að vera sigur-sæll
En sanni halda, að efstu málalokum.

En skapraun sú oss skifti í hornin tvö
Úr skrópa-værð, og hvatti geðin þreyttu,

Svo jafnvel bældu sofendurnir sjö
í Síons-hliðum, varðlúðrana þeyttu.

Þó yrði á leiðum uppihald og töf,

Og aldrei hvöt að státa af neinum feiknum:
Þeir yngri keppa, og karlar fram að gröf,

Með kurlin flest úr gamla æskuleiknum.

Við áttum löngum liðsemd þína að:

Með landnáms-eld að voga út frá ströndum,
Og dygð þá vísa, að vernda eins um það,

Sem var þó smátt, að hvíla í slíkum höndum!

Því samtíð manns, við fitlið sitt, það felst:

Að færar herðar þroskar örðug byrði.

Hún sínum stærstu sálum reynir helzt,

Að sóa burt, á tímans lítilsvirði. •

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0090.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free