- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
85

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En þó er eins og fram í fjarsýnið,

Að fánar blakti á sumra manna gröfum,

En eru sjaldnast eins og þeir sem við,

Á okkar stangir, kring þá dregið höfum.

Æ, vertu sæll. Þú sefur vel og rótt —

Hér sit eg einn og minningunni fagna,

Og eg skal brosa, og bjóða góða nótt,

Unz brosin dvína, og niínar kveðjur þagna.

Af liði þegar lögð er fremsta röð,

Um leikvöll breytt, og orðinn hvílustofa:
Mér stundum finst — þó vakan væri glöð
Og vorið bjart — sé gott að fá að sofa!

1014

Til Hjartar Þórðarsonar í Chicago.

ísland leit, um ára-mótin,

Yfir litla barnaflokkinn,

Vistaðan heima, og vestur stokkinn —
Vonaraugu og ræktarhótin
Nú um allan heiminn hyggja,

Hvar sem barna-sporin liggja.

“Þið eruð,” sagði ’ún, “fremur fá.

Farið og verið tveggja maki
Allfa hinna í hverju taki,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0091.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free