- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
87

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Mér fræðin kendi ’ann fyrst á sig:
Um fegurð vorrar jarðar.

Og hafi eg nokkuð síðan séð,

Er sjónar kallist virði,

Eg veit, það eygði andi, geð,

Og augu úr Skagafirði.

í móður-sveit, við möl og stein,

Sé mela-svörður grunnur,

Og finnist okkur bert um bein,

Og brjóstadúkur þunnur,
í þúsund ár hún óf og sneið
Upp alt í spjarir lýða,

Og allan tímann biðlynd beið
Sín brúðarklæði að sníða.

III.

Nú hef’ eg einlægt á þig hlýtt,

Og altaf farið lötur
í þinni fylgd, um fornt og nýtt,

Og fundist skammar götur!

Já, víst er hýrlegt heimkynnið,

Frá heiðum út til stranda,

Sem héðan blasir, Vatnsskarð við —
En við þarf eg að standa.

Eg geng ei vina götu hjá,

Þó gróin sé í velli.

1 Hrafnagili Huld eg á
Og Hyndlu í Móðarsfelli,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0093.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free