- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
94

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Slík táknin eru, viljinn vor og þor,

Um vöxtinn þann og aflið, sem við fáum.
Og goðin, skapa-skuggi sjálfra vor
í skinið fram — í sporin þeirra náum.

Að okkar guðir, sjálfir mannast mega,
í myrka framtíð er að vera skygn.

Og Ásheim þann, um okkar vald og tign,
Eg kjósa mun í ímyndun að eiga.

— Og, Guðmundur, hvað undir ýmsu býr,
Þú ert að grenslast — haltu þínu skeiði!
Og spurðu allan heim, sem Hangatýr,

Og hreptu svar að hverju völvu-leiði.

1916

Sextug-sessa.

— Til Kristinns skálds Stefánssonar, á sextugasta afmæli
hans, 9. júlí, 1916. —

Yfir áraflóðið,

Út með Furðuströndum,

Langseildara er ljóðið
Lengstu vinahöndum,

Það berst fram á Ægi eilífðanna,

Eins og byr, til frægstu siglinganna.

— Þér þarf ekki að segja það né sanna,
Sextugum í flokki yngri manna!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0100.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free