- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
97

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þó að okkar sveit hann sé
Sæmdarauki og gróði,

Aldrei bar af annars fé
Arð, í léttum sjóði.

Lundin hrein og liugur frjáls,
Hann af spekiforða
Lagði til hvers merkis-máls
Magnið hvatra orða.

Þegar leyndan lygastaf
Leysti úr villirúnum,

Þá stóð heimótt uggur af
Augum hans og brúnum.

Sé í liverju horni liælt
Hyggjuviti og næmi,

Varð þó ýmsum öfundsælt
Andlegt ríkidæmi.

Fær af nýlund næman geig
Nærsýnn inni-grillir.
Glöggvar, hyggja úti-eyg,
Hvar undir sannleik hillir.

Helgi bjóst með liug og ráð,

— Hélzt ei inni í skála —
Þegar hvöttu að drýgja dáð
Dísir réttra mála.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0103.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free