- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
110

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Megir þeir, sem mæðra sinna
Menning bera hæst,

Það eru niðjar þeirra garpa
Þá sem hjuggu stærst.

Æska! Þú, sem alls-ráð tekur
Eftir lítið skeið,

Orðstír þinn og æfintýri
Átt á þeirri leið —

Átt á þeirri frægðar-leið!

Sér í fangi fagra sögu
Framtíð lengi ber,

Þó að grasið grói yfir
Götur okkar hér.

Stígðu á þingvöll stórra feðra
Styrkur vex og þor,

Undir fótum vorum vita
Vera þeirra spor —

Vera hróðug þeirra spor!

Tíðum átti í harða-liöggi
Hugur íslendings,

Æ var honum, sæmdin sinna:
Sóknar-leið til þings —
ísland sveipi, í sögulokin,
Sínum fána þó

— Prýddan eigin aðals-merki
Yfir vora ró —

Yfir vora hinztu ró!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0116.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free