- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
115

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

IV.

Óhult um andstætt
Æ verður þú:

Æfinlegt, óbreytt
Yndis-barn nú.

Sæl vertu — svanhvít
Sofandi á beð,

Innsiglað ennið
Ástkossum með.

1919

T ungu-tak.

— Ort til Jakobinu Sigurbjörnsdóttur (Johnson). — Hún

hefir þýtt vel nokkur íslenzk kvæ’ði á ensku. —

Þeim er ei næmt, sem búa að fuglabjargi,

Að bregða upp hlust þó svans rödd líði hjá!

Með eyrun full, og fest á múgsins gargi,

Þeim finst það dýrst, að langt það muni ná
Og þæfa gegnum þokur út um sjá —

En þín er kyngi, að koma stefi í róm þann,

Sem kvolar ekki af hendingunum ljómann.

Og við, sem höfum átt við það að una,

Að eiga völ, en reynast skiftin trauð,

Og fundist synd, “að sarga á hárgreiðuna”

Er sína hörpu tungan okkar bauð,

— Þó treystumst við, og þyrftum beina og brauð—

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0121.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free