- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
123

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þetta varð, og vorið hlaut hann,
Vöggubarn sitt lífs og dáinn.

Hennar fyrstu laufum laut hann,
Lyndis-sköpum hennar náinn.

Hugumstór við bót og baga,

Björn var alla sína daga
Ein af sálum sunnan-storma,

Sem að ís frá landi vaka,

Þegar fjarða-djúpin dorma
Dauða-svæfð í Grænlands klaka.
Fardaganna fyrirmaður,

Frjáls í hug og landnáms-glaður.

Sífelt mun hans íslands andi
Undan fara sumri í landi,

Þeymikill og þrekvaxinn —

Þegar af vorhug þrútnar hlynur,

Þýtur foss og hlákan dynur,

Kenni eg rausn og róminn þinn
Úti í glaumnum, gamli vinur.

1920

Til S. G. Thorarensens.

Dísin lífs og ljóða,

Lyfti töfra-sprota
Vorsins gróður-góða,
Gæði þig söng til þrota.
Laufgi þér aldið enni,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0129.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free