- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
126

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

II.

Úr óbygð reis heimili að Hofi,

Og hafin var Vatnsdælasaga,

Á endurfund Ingimunds bygð
Örlaga-gullsins, sem hvarf.

í hornsteinsins hólfs fyrirrofi
Lá lieillaspá komandi daga,
Öðlingnum alda-frægð trygð
Orðstírs, um nafn sitt og starf,

Og vinfengi vorgróður-Freys,

Sem vakir með sólþrá um nætur,
Gerðar er glóbjarta hönd
Geislar frá Jötunheim nyrzt,

Dýrleg unz dögunin reis,

Svo döggin af fögnuði grætur.
Laufþrungin, gróandi lönd
Lifandi sól hefir kyst.

III.

Mánabjört miðsvetrar kvöld
Úr myrkviði framskygnra drauma
Gekk þér ei Vala í veg,

Spáandi fyrir þér fjöld
Um forlaga órunna strauma,
Kollgátna kvíðvænileg?

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0132.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free