- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
130

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Því útí fjarri veöursælda, lieim
Á tungu sína, ’ún haföi tínt upp hljóma,

Sem heilla fegurð allra sumarblóma.

Og volki gleymdi vængjafættur smalinn,
Um villihraun og fjalladrögin löng,

Er myrkgrænt húmiö liulu-slæddi dalinn,

En heiöin glóði í morgunroöa og söng —

Þó setti hroll aö söngva-veðurvörum,

Af vetrarkuli, er lóan sást á förum.

Og upp úr mónum hrukku hálfnuð kvökin,
Sem heimankveðja, sögð við gestadyr,

Og síðan snöggva-viðbragðs vængjatökin
í víðan blá, en nokkru lægra en fyr,

Sem stefndu í útlegð ómar sumar-léttir.
En alt í kring lá heiða-þögnin ettir.

Að huga settist fáleikurinn forni,

Sem fylgir því, að blíðustundin þver,

Sem glúpin drúpir harpa út í horni
1 húsi auðu, er söngmaðurinn fer.

Unz hugrenning sú heiðir ský af anda:

Að hvarfið brott sé flug til hlýrri landa.

. Matthías Jochumsson.

Síðasti söngfugl,
Sumars ins fyrra,
Horfinn er úr högum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0136.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free