- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
141

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þó hamra-skuggar höndum um þig spenni,
Úr hrika-bergi stuðla-föll þú slær,

Með mánagullið gustað fram á enni
Og geiminn stjarna á floti þér við tær.

En hvílíkt veldi! vöku uppi að halda
í varmaleysu og allra-hliða þröng.
í myrkra-djúp, og undir ísinn kalda
Og endalausa, að hrynja í sterkum söng.

II.

IJr öllum þínum söng er glötuð sálin,

Þó segi eg, foss minn, kvæðið eftir þig.

Já, þó að inn að hjarta huliðs-málin
í hljómum þínum titri gegnum mig.

III.

“Er dráps-hríð mönnum ægði, jafnvel inni,
Hún æpti að þeim um veður-grimma nótt:
Þið skylduð breyta bylja-ilsku minni
í bata-leið, sem hverjum stórum þrótt’.

Og hvatur hugur vegu ætti að vita
Að veður-gerð, í bæ við fjall og ós,

Sem sneri minni helju upp í hita
Og hríða-myrkurs nauð í glaða ljós!”

“Við alda-söng þann æsti ’ún liöf og sundin
Og æddi um sveit og vann þar skaða sinn.

— En eg er foss, við fjalla-stallinn bundinn,
Og fel í straum-legg hita-neistann minn.

Eg missa þarf ei mína fornu prýði

Stephan G. Stephansson: Andvökur 10

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0147.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free