- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
142

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

í megingerð, né röst rnín verða lygn,

Því listin kann að draga upp dverga-smíði
Sem dyratré að minni frjálsu tign.”

“Eg hef’ ei neitt á höndum, þó eg geysi,

Og hindrun engin verði mér að bið —

En dauði og eyðing eru kraftaleysi,

En afl er það, sem heldur lífi við.

Og eg er inni í hömrum, hjarta fjallsins.

Við hjarnið dautt, sem eitt um lífið slóst,

Og leitt eg gæti heilsu í livamma dalsins,

Og hita-gróður um þess kalda brjóst.”

“En magnið mitt, en iðjuleysið ekki,

Til illra heilla gæti sljófa leitt.

Eg kann að smíða harða þræla-hlekki
á heilan lýð, ef mér er til þess beitt.

Eg orðið gæti löstur mesti í landi
Og lækkun þjóðar — öðrum þannig fer —
Sé gamla Þóris gulli tryltur andi,

Sem gekk í fossinn, vakinn upp í mér.”

“Mig langar hins, eins lengi og fjallið stendur,
Að lyfta byrði, er þúsund gætu ei reist,

Og hvíla allar oftaks lúnar hendur
Á örmum mér, er fá ei særst né þreyzt.

Og veltu rnína vefa láta og spinna,

Minn vatna-aga lýja skíran málm,

Og sveita-IIuldum silki-möttul vinna
Og Sindrum hafsins gulli roðinn hjálm.”

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0148.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free