- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
146

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

öll framgangs-vitund huldist honum
Af hæð á stórum ofætlonum.

VII.

Og einn og sér hann sat að kveldi
Hjá sögum þuldum eigin feldi,

Með hjarta-kalsins eymsli, inni
í umbúðum af hátign sinni —

Hann stundi þungt: “Mér varð til víta,
Þá viðburði að fyrirlíta,

Sem miðuðu átt á mínum vegi,

Þó markinu hæsta næðu eigi —

Því hitt var sér, á heimsku-þingum,

Að “húrra” fyrir tæp-vinningum.

En fólska var að fyrirmuna
Þeim fákeypingi guðskistuna!

1910

Hátta-lyklar.

Fróöa-lög.

“Vers þín eiga öll að hanga á átta rótum,
Eða standa á fjórum fótum!”

Nfittáru-lö^.

Þegar söngsins andar allir
íslenzkunnar beita rómum —

Hvellra orða undra-hallir
Óma og titra, leiknar hljómum —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0152.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free