- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
147

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Lát að vild, í undir-öldum
Orða-sjógang máls þíns hljóma,

— Bólginn utan-vinda völdum —
Voga-braml og djúpsins róma.

1910

Vorharðindi.

Hér léttir til — En skyldi vera að vora
Um vist og óðul, kulsælust og nyrzt?

Og kvikna í dölum dílar grænna spora
Um döggvuð tún, þar geislinn stöðvast fyrst?
Og skyldu unglauf upplitsdjarfleg þora
Að yfirgnæfa tyrfinn feyskju-kvist?

Hvort helzt hún ennþá, þessi beggja-blenzka:
Hvort beinar leiðir stytti ei sömu færð?

Og rénar hún ei, þessi þoku-lenzka:

Að þekkja ei sundur verðungu og mærð,

Ef spókast fagur-fituð lítilmenska,

Með frauð í sinna glæsi-leggja stærð?

Hvort réttist eigi söngvíst sumar-ljóðið
Úr sultar-keng ins vetrarlanga húms?

Já, manni sveið oft vergangs hlökku-hljóðið,
Með hleif í knjám á seti yzta rúms,

Hver spá: að nú sé þykkra þrælablóðið,

En Þveræinga á stöðvum Víga-Glúms!

1910

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0153.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free