- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
148

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Danaveldi.

I.

Reið eg yfir Danaveldi, eina ögurstund —

Eg ól í lund:

Drypi þar smjör af stráum og siglur glæstu sund,
Svo dátt var mér um Danaveldi kveðið.

Reið eg þar um niðurníðslu, rokusand og barð,
Um rýrð og skarð,

Fallnar undan bæjastoðir, færðan inn hvern garð,
Og reittar voru rústir Danaveldis.

Reið eg út í Danaveldi, fram um garð og grund,

Á góðra fund.

Sagt var mér því boði réði hollfús lagsmanns lund,
Þar væru allar veizlur flærðarlausar.

Leit eg yfir bæjarbraginn, götu, hallargólf,

Um gætt og hólf.

Vilhjálmur, inn danski snápur, hljóp þar um meö

Hrólf,

Og státaði í stolnum æfintýrum.

II.

“Eg er orðinn utangötu, áttin mér ei skilst,

Alt ávænt dylst —

Heimurinn er mesta gímald, eg hefi vega-vilst!”
Eg setti í stef, og söng það fyrir munni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0154.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free