- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
159

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ársins gimsteinn, allan blæ þú ber!
Svip af prúðri elli og æsku-minnum,
Október.

Júlí, oft þó alls-loforður sértu
Um það, sem að giftu-vænlegt er,

Þú í geði veður-voða ber —

Góðuin vonum ekki eins brigðull ertu,
Október.

Ágústs dæsu-hitar lieitar funa
Held’ren sólskins rósemdin á þér,
Svíða það, sem örmagnaðast er —
Hátún grænka og aðbúð þinni una,
Október.

September er sólu-fyrirdrægur,
Svalnættur og grálundaður er,
Kalsa undir köldum rifjum ber —
Þú ert oftast öllum stráum vægur,
Október.

III.

Sú er reynd, þú sért ei allur illur,
Ekki þegar liggur verst á þér —
Slíkan orðstír einnig kysi eg mér!
Oft hafa bjargað öllu þínar stillur,
Október.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0165.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free