- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
168

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

“Bæði grimd og gæzka,
Greina-mörk á sannleik,

Mál eru, um mannkyns eigið
Meinlegast og liollast.

Alla sína sælu
Sín á milli á það.

Eden sína og eilífð,

Allar Paradísir
Upp úr eigin högum
Eitt um sig það reisti.”

“Ókomins og orðins
Ýmislega frétta

— Allra vega veröld —
Víðsýn-leitnir hugir.

Aldrei spyrst til enda —
Úrlausn þessa færðu:

Meðan uppi ertu,

Eigum við vitorð saman!

Það, sem skeði og skeður,
Skeyttu við sem beinast!”

III.

Þá varð þögn —

Þaðan leit eg
Út að ós
Yztu hvarfla.

Léku logar
Lengra en eygðist,

Fæddir, feldir,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0174.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free