- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
170

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Engin fylgd er ofgóð þeim
Áfram-stjóra um krappa sjóa,

— Þegar hripsi-höndum tveim
Hinir krafsa völd og seim —

Sem þá snýr í horn sitt heim
Herfangslaus,* með tóma lófa.

II.

Pólitík og banki ber
Blendinn dönsku-svip á grönum —
Kenslu-markið auðþekt er
Á því mörgu. er svona fer.
Hollustuna hver einn sér —
Háskólinn var út’ hjá Dönum!

Og hvað fær það fáráðs-brall,

Sem friðast upp að rangindunum?
Því skal villa, um veg og pall,

Veika dygð, með kærleiks-spjall?
Óheil sætt er fóta-fall
Félags-heill og góðs-til-vonum.

III.

Það er sér að grafa gröf,

Góðra manna vild að lóga:

Málstað sinn að vefja í vöf,

Vefa á framtíð nýja töf,

Launræðið, sem lá í döf,

Lag við gera, og hömlu róa.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0176.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free