- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
180

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Djarfur stancla og hafa nokkra bið?

Út um þetta bjarta heljar-hlið
Sjá alt lífið lúta sér að fótum.

IV.

Satt er bezt, og þau eru ekki öll
Yrkis-virði. Sum eru þessi fjöll
Loðnar pælur, pottlokaðar sköflum:
Skapraun manns, að skreiðast kringum börð,
Skriðu-hlíð — og stundum undir jörð —
Lífið hefir kviksett mann, með köflum!

Niður stara kletta-stangli köld
Kumluð andlit gegnum rifin tjöld
Indíána. Lendin lágrar hæðar
Leirfalls-gáruð, skógar-feyskjum reft.
Frostið hefir fjalla-læki tept,

Flaka þeir sem opnar, storknar æðar.

Ríkis-þjóðir horfa heiminn á
Hreppa-konungs smæstu augum frá —

Eg veit land — þó lægri þyki staður,

Leiðin verri, og liægðin miður trygð.

Það á fjöll, sem eru betur bygð.

Drottinn varð þar meiri listamaður.

V.

Milli fjalla opnast breiða blá,

Brot af himni fallið jörðu á,

Djúpið tæra: dala-vatn í skörðum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0186.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free