- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
183

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Bergs á skrokk þó skorin sé og rykt
Skautin gróðurs — margra dúka þykt —
Togni löf og sígi fram að sjónum,

Sitja þau með rúst í kjöltum grónum,

Þar sem reist, með stærsta bæjar-brag,
Borgin okkar stóð inn fyrra dag.

List þín, maður, mætti skarta hér —
Mökkurkálfi skoplegastur er
Þetta bis við tvítug-lyfta turna!

Tefla að fjöllum lireykni slíkra skurna.
Nágrend þarf ei þröskuld fyrir sól —
Þokuvættur svona vansköp ól.

— Þá mun hugum hingað-komu vert:
Hærri stefna, ef orkað fær og gert,

Þessa stríðu háitign, heima-blíða:
Hlíða-rjóðrið, flæðarmálið víða —
Óska-leiðin ögn þá hefir styzt
Inn til lands, sem vonin bygði fyrst.

III.

Gulnar sól við sót og reykjarský.
Suðar löngum veggja-röðum í
Knúðra véla kaldur hjarta-sláttur,
Kringum titrar einhver leyni-máttur.
Menn og hlutir ganga sem á glóð
Gegnum brölt og skræki-lúðra hljóð.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0189.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free