- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
185

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eyðimörk, með hús og hellu-stig,

Héðan færðu gróður-lit á þig —

Þú ert sterkust! Þegar kallið kemur,
Kraftinn áttu, strjálbygðinni fremur.

Hér er byr og byljum voldugt haf
Búið, þínum dropa-fjölda af.

Þegar verður svona örðug erfð
Óbornum í hægða-létti hverfð:

— Daginn þann, sem vitið kemst til valda!
Verkfærin — sem mest þarf á að halda
Mannleg iðja, vistuð sjálfri sér —

Söfnuð fyrir verða mörg hjá þér.

Þegar fólkið framtíð betri sér,

Forustan er þess, sem sterkast er.

Vænlegt er því útveginn að skilja
Ungri þjóð með hugumstæltan vilja —

Út í vestri flökta báluð blys,

Bjarminn undir nýrrar aldar ris.

Me’ð fjörum frnm.

I.

Hnatta-flokksins himin-vangi á
Húsmóðir, þér jörðin okkar smá!

Nú hefir sólin dælt úr sævar djúpi
Gufu-tröf í þoku-kyrtil þinn,

Þönd á blæ um sund og dalinn inn:
Kollhæð fjalla af kviksilfruðum hjúpi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0191.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free