- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
186

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Bakkar stækka gegnum móðu gler,
Gnæfa skógar, augað bara sér
Næstu grös og niðblindaða geima.
Verður jafnvel úthögunum í
Óþekt jörð og villugjörn og ný.

Sérhver gata göng um undirheima.

Lýsist upp, er líður undir kvöld,
Lygnu-bólgan. Samt er ennþá föld
Fjalla-lengdin, skola-gráum garði
Þoku-bakkans. Efst er fjaðra-fok,

Fyrir neðan stöllótt livíta-rok,
Hnykla-brúnir, blámi fyrir skarði.

Manni er eins og inn í þessum straum
Óri í mynd af hálfu-gleymdum draum —
Sjór í vestur, víddir lengri en eygjum!
Gljá-slétt þiljan. Þvílík undursjón!
Þarna firðir, víkur, sund og lón.

Hafið deplað alt með bláum eyjum.

Það var æsku-unun mín, að sjá
Út á víði, sveitar-bænum frá —

Ægir, eg varð fundi þínum feginn!

Hún er ættgeng þörfin mín á þér.

Það er líka eins og hugsun hver
Stígi upp úr hafi hrein og þvegin.

Nærðu, liaf, til himins, eða hvað?

Hinzt í fjarlægð varla þekkist að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0192.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free