- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
187

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Grænblátt, lagt við ljósblátt hinum-megin.

— Himni betri! bæði leyfð því er
Burtu-för og afturkoma á þér,

Kviki sær, með allra vega veginn.

Opin heimleið, hverju í sína átt,

Heiða djúp, þú fiytur stórt og smátt,
Hábyrðing og einsætingsins eikju,
Siglu-livítt og kipt í ára-tog,

Kolareykjum svertuhnyklað, og
Reimað slitur-röndum gufu-bleikju.

Jafnvel borgar-beðjan sýnist fríð,

Brosir húsa-röðuð vík og hlíð,

Eins og huldu-heimur upp sér lyki.

Er sem hafi í bezta svipinn sinn
Sveitin klæðst, og bjóði manni inn,

Séð af væng frá hafsins breiðabliki.

Aldrei nógu ægilega stór,

Eyjum kyrði vesturstrandar sjór,

Stillan þín er skop við skipin manna!

Sem að þrengstu umtroðningum í
Innsiglingar — bara að hafnar kví —
Ruggar skut, í skurðum kjalsoganna.

Þó er rödd þín, síkveðandi sær,

Svaka-rokul, dinim og hjúfur-vær:

Rómar þeir, sem rími liverju duga!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0193.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free