- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
196

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En nú var hann stríður og stirður um svar,

Sem stamandi tunga hver ómur hans var.

Og hún varð mér önugleg, afgreiddi fljótt
Sitt ávarpið — sízt til að gleðja:

“Eg kem með það erindi á afmælis-nótt,

Nú alfarin þig að kveðja.”

Svo viðkvæmt mér fanst að hún studdi á þann stað,
Að stunan frá brjóstinu komst ekki að.

Mér þótti sem Hel væri að rista mér rún
I rekkju, á úrkula megin.

Svo döpur varð æfin, ef hyrfi mér hún,

Með hörpu og víðir-sveiginn.

“Eg skil, að þú firtist við uppkreistan óm,

1 útsviknum tin-dölum þekkirðu hljóm!

En veit — þó að fæst yrði verðdrjúgt hjá mér —
Það var þó í smá-gildi sínu.

Og litaðan blending eg bauð aldrei þér,
í brota-silfrinu mínu.”

Hún svaraði: “Eftir þér er eg mig dró,

Svo oft þauztu frá mér, í heygarð og skóg!

Og mér er ei alvara, að leggja mitt lag
Við lausgeðja hug eða kveitu —

Þú helgaðir stritinu hraustleik og dag,

Mér hríðar og nótt og þreytu.”

“En hvar sem að fór eg, um firnindi og stig,
í fanginu, þegjandi, bar eg þó þig —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0202.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free