- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
197

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og væri sú stundin, að gegnt þér ei gat,

Eg gerði það sízt til að smá þig.

Því skortur og áníðsla um skakkafall sat,

Og skyldur hrópuðu á mig.”

Hún greiddi mér svarið með samskonar raust
Sem svalkar í drápsbyl, um grandalaust haust:
“Á dygðinni sveikstu þig, sök átt við neinn,

Þá synd eru fortök að milda.

Því guð þinnar listar á alhug þinn einn —
í afguða-trú snýst skylda.”

Og mér sýndust gína við myrkari göng
í myrkrið, sem glötunin örvænis-löng —

Þá gekk hún hún út snúðugt. Sig fyrir mér fól.
Sem framkvæmd á hótunum sínum.

— En eftir lá gullband, úr geislum frá sól,

Sem glóði á rúmstokk mínum.

Því heið-morgunn þandist um himnanna vídd,
Og hélu-hvít jörðin var sólskini prýdd.

Sem gjöf til mín vissi eg. Það glæddi því meir
Þá geisla, í sæng mína runna:

Að það voru hlýinda-hugirnir, þeir
Sem hendingum mínum unna.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0203.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free