- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
207

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Frestar, á bónleysu að byggja
Bæn þinna eigin skulda —
Skilningur ills er aumkvun —
Ekki að fyrirgefa.

1914

Arfurinn okkar.

— Þ. e. íslenzkan. —

Við systkina-börn erum fjarlæg og fá
Og föðurleifð okkar í gangverði lág.

Sá munur var hún, sem við máttum ei skifta,

Það metfé, sem engan kann lögtak að svifta.

Eitt hljóðfæri var það. Með hugina fleygu
Og hljómana alla úr feðranna eigu,

Sem grétu þar, léku þar, loguðu og sungu,

Sem lögðu þar öldunum raddir á tungu.

Það hugaðist til þín, hvar helzt sem þú varst,

Um höf, yfir fjöll undan ljósinu fjarst — •

Þeir spá því, að handan við hnettina yztu,

Það hjörtunum finni svo leiðina styztu.

Og hann varð oss auður og öreigu-vörnin,

Sá arfur — því við erum systkina-börnin!

Hann grær um í vestrænum vorþey og bylnum,
Með vonunum, sorgunum, heljunni, ylnum.

1914

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0213.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free