- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
210

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

–Á silki-linébeð hringi engum bjöllum

Né hníg þar fram, né dái þá sem kunnu,

Né ota í neinn, að sálarbót það sé:

Sem lista-skáidin—launbörn Munks og Nunnu—
Sem liggja á bæn lijá Guðsmóður úr tré.

–-Þína götu, gígju með á armi,

Geng eg, vinur! út að liöfn og fjöllum,

Syng um, hvað mig hlægi eða harmi.

Horfi fram úr vonleysunum öllum.

Slæ þar ekkert nöðru-nag í barmi
Nautnalífs, frá barónanna höllum.

Aðrir sínum eymdum kveði í bætur
Ykkar tár, þið Jerúsalems dætur!

1914

Heimleiðis sent.

(Til brúSguma, á myndaspjaldi af skipum á heimsiglingu.)

Frá lýsing til dagseturs leggja þau að
Úr lágnætti og sjóvolki, góðhöfn að taka,

Með landföstu augun af þiljunum. Það
Er þverstæðast hugum, að glyggja til baka.

Og þetta er flotinn, sem fleytir sér nær
Á framtíðar-leiði, sem blæs fyrir sandi.
í senn koma tvö! sem þau tengt hefði sær,
Með trygðum við áttir, með stefnin að landi.

Og þegar um fang þeirra fjörðurinn klýfst
1 faðmlag, þar virðist þeim hlýjast til dvala,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0216.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free