- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
215

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eld-dýrkarinn.

Eg ligg hér í lágnættis armi
Og ljósvana, fletinu á,
í tóft undir túngrónu þaki,
Meðtorfvegg að hliðum og baki.
Um gólfið fer blossanna bjarmi,
Sem brýzt þangað hlóðinni frá.

í arin-súg eldsins eg skynja
Eitt alveru-tungunnar ljóð
Sem í hennar eilífðar-kvæði
Um umsköpun, hættinum næði:
Að veraldir hefjast og hrynja,

Og hugsanir, steyptar í glóð.

1914

Afsögnin.

Veljirðu þá, að verja lönd,
Vinnur þú stærri þjóðir,
Sem að inn í heilli hönd
Halda um vald þitt, móðir.

Sá kom ekki svobúinn,

Sem í leik við konunginn
Réttinn þinn og sóma sinn
Síður lét en metorðin.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0221.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free