- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
222

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Það er autt, en örstutt bil, sem ártöl dreyma,
Aldri sínum allir gleyma
Á þeim mótum tveggja heima.

Alt hefir kastað ellibelg og upp sér léttir.

Iðunn hrumum epli réttir,

Aka höltum Freyju-kettir.

Einn er bjargar-vættur vor, sem verst að stendur,
Hann er aleinn inni brendur,

Ok um fætur, lás um hendur.

Undir palli okkar býr, og enginn man um,
Kviksettur í kjallaranum,

Króaður frá sa’mtínianum.

Hlusta þú nú! hann fékk mál og heyrast skal það.
Stundum geta steinar talað
Stórt úr þögn, og hörmum svalað.

Mælir hann svo: “Mig hafa numið myrkra tröllin.
Horfin eru heimafjöllin.

Hömlur útá “skólavöllinn”.

“Veit eg ei, hvað af mér loks þeir ætla að gera!
Eigi eg vestra bein að bera,

Beiddist eg þar helzt að vera.”

“Sögu rétta sagði eg heimi, sagnaglöptum.

Sumt í lienni, að sat í liöftum
Sá með raun, en tæmdum kröftum,”

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0228.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free