- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
239

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Næstan líka í lífi rnínu

Lengstan man — þá hvarfst’ á braut.

1918

Stjörnuspár..

Þúsund-eygt, og að oss snúið
Andlit blátt á nætur vetri
Starir hingað hugþrungið —
Hyggið þið, sem þarna búið,

Þessi jörð sé ykkar betri?

Svo sem ykkar okkar — við.

Ef þið svo með stírur standið,
Starið út í geiminn þarna,

Okkar jörð sem augnamið,

Sé ei ykkur lífsins landið
Langtum kærast: ykkar stjarna!
Eruð skamt á veg, sem — við!

1918

Greina-gerð.

Gustur kom og fauk upp fjallið,
Framhjá rauk með þyt og súg —
Hrópaði eg til hans: Hver ert þú?
Staldraði hann ei grand, en gall við,
Sendi nið’r af næstu brún
Bergmáls-andsvar, ofanfallið:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0245.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free