- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
241

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sérhver molinn, rakaleitt.

Því er samt að þakka eitt:
tJtsýnið er eitthvað breytt
Frá því sem að var — og verður.

Stígðu hærra og hærra. Hvestu!
Hnjúkar standast fyrir þér!
Rosa-blika bagi er —

En þoku-lognið lýgur flestu!

1918

“Bolsheviki”..

Er til ríkis kominn kannske
Karlssonur úr Garðshorninu?
Konungdóm með kvonfanginu
Tekinn við? Er hennar hanzki
Hjálmskúfurinn: Danabótar
Heimsins? Rússlands Borgarbrjótar
Barn — sem úr var svikinn þróttur —
Og Kænugarða konungsdóttur?

Er hann kúgaðs fólksins frelsi
Færandi — úr alda-gleymi —
Svika-Smerdis höldnum heimi?
Tveggja varga valda-helsi,

— Vígskáum af þjóðráns hersum
Liðsmun smíðað — leysti af Persum,
Og úr þjófshönd sessa sinna
Skilaði hann okkur frelsi Finna.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0247.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free