- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
243

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Senn í nánd við norðurlönd
Nýja vor og gróður-djarfa,

Ljá mér brátt þinn hug og hönd,
Heilt og sælt, til glaðra starfa!
Kröftum mínum kæti að fá,

Konidu beint nieð vænta sending
Mér á arma orf og ljá,

Og á tungu vísuhending.

Áreynslunnar unaðssæld
Efldu mig í handtakinu.

Leys mig, áður út sé þvæld
Ánægjan, frá dags-verkinu.

Iðjan verður ok um háls,

Ef að þrýtur fjör og sinna
Þá er öll manns orka frjáls,

Yndi og hönd ef saman vinna.

Eg ber ei um haustsins hag
Hugarvíl né gróða-líkur.

Nóg að gera! og glaðan dag
Gefðu mér, þá er eg ríkur.

Eg er bara að biðja um það,
Blettur minn að verði fegri
Þú mátt, burgeis, brosa að
Bænrækt svona kotungslegri!

Þú mátt hafa í heilli sveit
Hundraðsgjald af hverju setri.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0249.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free