- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
256

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sérhvern herra, honum líkan.

Handa sér, í góðu gengi,

Gullkálfana nýrri steypt

Hafði nú — og land þeim leyft —:

Stórra gróða-dáða drengi.

Svona skinu ei sælu-ljós
Suð’r í löndum Dom Pedrós,
Menning þeirra gróða-granna
Geigaði á þrældóm stórvirkjanna —
Dýrkuðu konung, mestan manna —
Vanderbilts ei vissu hrós!

Sofið er þar síð og lengur —

Sól fyrir norðan lönd þau gengur,
Þó með blysin byggi að hálfu
Bandaríkin sömu álfu —

Fyrir afsal fríðindanna

Falt er þar gullok stórvirkjanna.

II.

Undur, dýrð og dvergsmíð öll,
Dásemd nýja í hverri höll
Höfðu öðlings augun litið:

Frelsi, og lausn við staut og stritið,
Lánsæld þá sem fólkið fær,

Hversu auðsins afli grær,

Þar sem drotnar véla-vitið.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0262.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free