- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
257

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Upptök þeirra efna horfð’ um

— í þeim skóg er Penn réð forðum —
Konungs augun: Afrek það
Unnið af listum, hvernig að
Kola-dyngju, í dýpi svarðar,

Dældu úr skauti móður, jarðar,
Fyrirvinnur starfa stórs —
í megingjarðir þessa Þórs
Spentar, milli fjalla og fjarðar. —

Eldri sagan öll úr skorðum —

Annar leikur nú á borðum,

Frá því Penn, í firnsku, hjó um
Fyrsta tréð í numdum skógum —
Settist þá með sáttu liði
Sanngirnin að aldarfriði.

Blettur ei milli, af blóði manns,
Bæjarins nýja og tjaldsins hans,
Vestur-heima húsbóndans:
Höfðingjans á villi-viði.

Heygðu öflin undirheima

Upp með hverjum töfrum streyma,

Inti túlkur, ýkju-sögull —

Öðling hlýddi, konung-þögull,

Sá í huga hinztu brotin:

Hauga-rofa fjársjóð þrotinn,

Ræntar aldir, af þeim fáu,

Örbirgar í framtíð lágu —

Stolnar erfð í stundar-notin.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0263.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free