- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
258

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þannig lauk hann orði á:
“Undur margt er hér að sjá!
Feginn þægi eg þeirra líki:
Þarfa-tæki í mínu ríki —
Sýnið mér nú hagi liinna,
Handanna sem þetta vinna!
Fólkið á valdi véla sinna.”

m.

“Drottins-orðið” enn er dýrt,

Eins þar fjöldinn ræður landi —
Lítil þægð varð leiður vandi
Ósk sem varð ei undan stýrt:

Ofan á skraut, að sýna sorpin
Sín, og hljóta að gegna því
Ráða-leysi: að leiða ’ann í
Stóriðnaðar-þræla þorpin.

Meðan hann eygði, að enda slóðar,
Úthverfin í farsæld þjóðar,

Var sem hug í heimalandi
Hulin framtíð opin standi,

Unz á hverri braut og brú

— Máluð ambátt orðin nú,

Undir blóma beiskjufull —

Mætti honum Mærþöll sú,

Sem að auðnum grætur gull.
Sveina hópur hvata-ringur,

Höfuð visin, dverga-fingur.
Okurs-vegir ofan-hálir,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0264.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free