- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
259

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Úrkynjun og týndar sálir.

Bjáni í hverri barna-kró,

Bernskaður auðsins vöggu-galdri.
Tannlaus skoltur, skynsemd sljó
Skiftinganna á þroska aldri.

Fylgjur raktar fram í ætt
Fákæninga, sem við stritið
Höfðu mannsmót, vöxt og vitið

— Alt nema kergju — úr kyni þvætt.

Lengra sá hann — sveitir falla!
Soninn garðmanns, freistarinn
Greip við bónda-bæinn sinn,

Flaug með hann til hæstu fjalla:
Sýndi honum heila sveit,

Hýsta bæi, yrktan reit,

Friðaða menn og frjálsa alla!
Söluhundruð samantalin
Sagði að stæðu i vörzlu sín —

Sko! þér gull í greipum skín!

Gerðu þína bæn til mín!

Skalt svo eignast allan dalinn.”

Utar lengst, í framtíð fjarri,
Fyrirbrigði sá hann stærri:

Örbirgð fangna, leiddi að leika
Lysti-semdin munaðs-bleika.

Hásætin að hliðum öllum
Hlógu við, frá súlna-pöllum.
Nauð-dansarinn bar til brunns

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0265.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free