- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
267

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Við norðurljós átti í órum,

Er skammleikaclagur á hálfskeiði hné. —
Með syngjandi, vakandi vornóttum sté
Eg viku-dans, þegar að sumarið fór um.

Og stökur og sögurnar stóru,

Þær stafrófs-kver mín vóru.

Og firðir og fjöll og brekkur
Og rokkur og stöðull og stekkur:
Minn skröklaus skólabekkur —

Við norðurljós átti í órum,

Er skammleikadagur á liálfskeiði hné. —
Með syngjandi, vakandi vornóttum sté
Eg viku-dans, þegar að sumarið fór um.

Að verða stór — sem stúlkurnar,

Mín stöðug þrá og tilhlakk var —

En einkum sem hún mamma mín —
Sú mið-sól dregur enn til sín!

Við norðurljós átti í órum,

Er skammleikadagur á hálfskeiði hné. —
Með syngjandi, vakandi vornóttum sté
Eg viku-dans, þegar að sumarið fór um.

Til æfi-náms, og ein í bekk,

Og óútskrifuð hingað gekk!

Eg námsstyrk einn frá feðrum fékk,

— í heimanmund af hæðum —

Úr höndum verndargyðju:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0273.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free