- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
284

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Bljugt við rekkju-stokkinn
Gróna, grasi sokkinn,

Ekki að sveita-sið,

Sín er upprætt blóm að leggja
Fölv, á þeirra frið,

Né að kveina — en kannast við!

Eg í æsku-stríði
Oft til þeirra flýði,

Þegar sorg og sorti
Sveipaði götur mínar,

Skyldari þegar skorti
Skyn um raunir mínar,

Þrek og þrárnar mínar.

Þar var þá mitt “heim”,

Annað alt var mist!

Vissu þau, að þeim
Sem veitir guð sitt goðorð,

Gefur hann sín boðorð,

Að meitla í bálhert bergspjöldinn — en brjóta þau

öll fyrst?

Hvítnaði, und hárum gráum,

Hýra í augum bláum,

Eins og heiði hlýtt.

Geisluðu andlit aldin
Út um blæju-faldinn,

Sem við sinn guð hefðu
Samtal hafið nýtt,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0290.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free