- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
5

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Æru-Tobbi.

Eg lét þig reyndar vísa mér á vað!

Þín vega-tilsögn ekki af hreinu tók.

Þú vildir siga sálu minni á það,

Sem sjálfum þér þú vissir flan og krók.

Þú gylla mátt, að léttust leiðin mín
Sé lykkja í hylinn. Eg læzt trúa þér.

En slypp skal verða slysa-gleðin þín,

Að slungið ráð þitt fyrirkomi mér.

Eg vissi fyr, þú varst að fara kring
Um vitund betri, þig er hefi spurt.

Þín undanbrögð og lyga-leiðbeining

Til láns mér varð — svo eg hef’ komist þurt.

1908

Kölski í skáninni.

Um Kölska sinn vafði hann skánum og skæni,
Hann skap-fróði Sæmundur, smáhrekkja-kæni,
Og fleygði upp á búr-hillu. Fór svo að morgni
Með fjandann í knýti að altaris-horni
Og stakk inn í röðina, reyrðum og blindum,

Hjá róðum og kertum og heilagra myndum.

Og biblíu-kafla með “kyrjelison”-um

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0009.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free